Íslendingar verða að gefa ýmislegt eftir

Makrílvinnsla í Vestmannaeyjum.
Makrílvinnsla í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða verður haldinn í London um miðjan október.

Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir „alveg ljóst að menn verða að gefa eftir ef það á að nást samkomulag þar sem kvótarnir samanlagðir eru langt umfram það sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur ráðlagt.“

Í næstu viku verður haldinn hér á landi tvíhliða fundur Íslendinga með fulltrúum Evrópusambandsins og er hann haldinn að beiðni ESB.

Tómas segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að sjónarmiðum Íslands hafi verið komið skýrt á framfæri undanfarið og verið gert hærra undir höfði í erlendum fjölmiðlum upp á síðkastið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert