Styður nýtt kvennaframboð

Kristrún Heimisdóttir.
Kristrún Heimisdóttir. mbl.is/Ásdís

Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist á Facebook-síðu sinni styðja nýtt kvennaframboð.

Á síðunni segir hún: „Lífið á tímum kvenfórna, undirmála, hrossakaupa og mafískra valdabandalaga kennir manni að íslensk flokkspólitík hefur aldrei legið jafn lágt og nú.“ Ummælin skrifaði hún sem svar við spurningu sem velt var upp í frétt Morgunblaðsins undir fyrirsögninni „Tími fyrir nýtt kvennaframboð?“ þar sem fjallað var um fund Femínistafélagsins sem fram fór í fyrrakvöld. Þeirri spurningu svarar hún játandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert