Forsetar ræddu orkumálin

Forseti Íslands ásamt forseta Slóvakíu á Bessastöðum í dag.
Forseti Íslands ásamt forseta Slóvakíu á Bessastöðum í dag. Júlís Sigurjónsson

Ólafur Ragnar Grímsson og Ivan Gašparovič, forsetar Íslands og Slóvakíu, ræddu saman um samstarf landanna tveggja á sviði jarðhitavinnslu. Ólafur og Gašparovič héldu blaðamannafund saman á Bessastöðum í dag. Gašparovič er í opinberri heimsókn hér á landi.

Slóvakía er eitt helsta jarðhitasvæði Austur-Evrópu.

Gašparovič og Ólafur ræddu einnig Evrópu- og innflytjendamál, en heilsulindaferðamennsku bar einnig á góma.

Einnig kom fram á blaðamannafundinum að Ólafur Ragnar hefði þegið boð Gašparovič um opinbera heimsókn til Slóvakíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert