Fréttaskýring: Napurleg bið eftir nauðsynjavörum

Fjöldi fólks leitar til Fjölskylduhjápar í Eskihlíð 2-4.
Fjöldi fólks leitar til Fjölskylduhjápar í Eskihlíð 2-4. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Hjálparstofnanir hafa nú opnað dyr sínar að nýju eftir sumarfrí og ljóst að þörfin er ekki minni en áður. Nöturleg merki þess sáust við Fjölskylduhjálp á miðvikudag þar sem löng röð myndaðist mörgum klukkutímum áður en matarúthlutun hófst.

Þeir sem biðu í röð úti undir berum himni eftir því að fá að borða á miðvikudag máttu þakka fyrir að enn er nokkuð milt haustveður, þótt kaldir vindar hafi blásið, en vænta má þess að biðin verði öllu harðneskjulegri þegar veturinn skellur á.

„Auðvitað vildum við hafa sæti hér og rými svo fólk þurfi ekki að halda á börnum úti í öllum veðrum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar. „Fólk kemur svoleiðis blákalt inn, það er alveg hrikalegt að þurfa að horfa upp á þetta vetur eftir vetur.“

Ásgerður segir að þörfin sé brýn fyrir stærra húsnæði. Engin salernisaðstaða sé t.d. í húsinu fyrir þá sem bíða og ekki heldur aðgengi fyrir fólk bundið hjólastólum þar sem dyr hússins eru of þröngar.

Þá segist Ásgerður gjarnan vilja bjóða upp á leikhorn fyrir börnin því margir hafi ekki kost á öðru en taka þau með sér í biðröðina.

Plástursaðgerðir hjálpa engum

Fjölskylduhjálp leigir núverandi húsnæði hjá Reykjavíkurborg og gildir samningurinn til áramóta. Ásgerður segir að sú hugmynd hafi komið upp að byggja skúr við húsið svo fólk gæti beðið inni en ekki hafi fengist heimild fyrir því. Stöðugt sé verið að leita að stærra húsnæði en til þessa hafi leigan í öllum tilfellum reynst of há.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að bregðast verði við vandanum sem blasi við hjálparstofnunum á heildstæðari hátt en með skyndilausnum. „Það verður að leysa vanda fátækra á annan hátt en með súpueldhúsum og stærra húsnæði svo biðraðir geti verið enn lengri. Það er ekki hlutverk sveitarfélagsins að bregðast sérstaklega við, það eru allir aðilar vinnumarkaðarins, þeir sem semja um atvinnuleysisbætur, um lífeyri. Plástursaðgerðir eru ekki til hagsbóta fyrir einn eða neinn.“

Í sumar var settur á laggirnar starfshópur um fátækt sem vinnur að kortlagningu fátæktar í borginni. Sr. Bjarni Karlsson leiðir starfið og segir að lagðar verði fram tillögur um úrbætur í janúar. „Við erum að spyrja okkur dýpri spurninga, hvernig stendur á því að þetta er svona og hvað er hægt að gera í stöðunni þannig að fólk í íslensku samfélagi þurfi ekki að standa í röðum eftir að þiggja ölmusu, því sá veruleiki fátæktarinnar sem birtist í þessari mynd er óþolandi.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...