Rangt að fórna ráðherrunum

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

„Það er ekki lausn að kasta hlutunum aftur fyrir sig og fórna einhverju fólki,“ að mati Árna Páls Árnasonar viðskiptaráðherra sem telur tvennt ólíkt að láta stjórnmálamenn axla pólitíska ábyrgð og gefa út ákærur á hendur þeim vegna meintra brota.

Að mati Árna Páls liggur ekki ljóst fyrir til hvað aðgerða ráðherrarnir fjórir hefðu getað gripið til að afstýra bankahruninu. Þá sé rökstuðningur þingmannanefndarinnar fyrir ákæru ekki skýr og þess eðlis að hægt sé að byggja á honum niðurstöðu.

Byggt sé á atburðalýsingu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, lýsingu sem hafi ekki verið gagnrýnd.

Dæmi sé að lýsingar af fundi ráðamanna 7. febrúar 2008 séu byggðar á framburði bankastjóra Seðlabanka Íslands. Þrír ráðherrar séu hins vegar ósammála um að fram hafi komið viðvaranir um að bankakerfið væri að fara að hrynja. Þvert á móti hefði komið fram „þvættingur“ í máli bankastjórans og „blótsyrði“ í garð bankamanna.

„Að byggja á þessu vitni, sem verður að teljast eitt allra óáreiðanlegasta vitnið um atburði ársins 2008,“ er óábyrgt að mati Árna Páls. Það „stjörnuvitni“ hafi sagt í júní 2008 að „0% líkur væru á að bankarnir lifðu af árið“.

Árni Páll benti jafnframt á að hann hafi sætt gagnrýni fyrir þingræðu um stöðu efnahagslífsins í september 2008 vegna þess að þar „hafi hann talað nður gengi krónunnar“. Hinn 2. september sama ár hafi formaður Framsóknarflokksins lagt til stórfelldar skattalækkanir, tillögur sem haft hefðu neikvæðar afleiðingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert