„The Gnarr-effect"

Jón Gnarr ræðir við reykvísk börn.
Jón Gnarr ræðir við reykvísk börn.

Jón Gnarr, borgarstjóri, sem nú hefur verið 100 daga í embætti, segir í dagbók sinni á vefnum Facebook, að hann hafi frétt að hann sé orðinn hugtak í stjórnmálafræði: The Gnarr-effect.

Jón Gnarr tók við embætti borgarstjóra 15. júní í sumar eftir að Besti flokkurinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um myndun meirihluta. Jón sagði í ræðu, sem hann flutti á fundi borgarstjórnar þennan dag, að  Besti flokkurinn væri ekki stjórnmálaflokkur í hefðbundnum skilningi þess orðs, heldur stjórnmálapartý. Hann sé meira ímyndunarafl en rökhugsun.

Þá sagðist Jón vera trúaður á að hægt væri að fá borgarbúa til að hafa minni áhyggjur og vera betri hver við annan. Sagði hann að áhyggjur hefðu aldrei skilað neinu eða leyst nein vandamál. Hún væri andstæða jákvæðninnar. Kærleikurinn væri gjörningur, því það væri ekki til neins að játa einhverjum ást sína í sífellu, en gera aldrei neitt gott fyrir viðkomandi. Þess vegna ætlaði hinn nýi meirihluti að reyna að gera eitthvað gott fyrir borgarbúa. Sagði Jón að hann hefði ákveðið að gera Kardimommubæinn að vinabæ Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert