Fréttaskýring: Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?

Undir fald ESB.
Undir fald ESB. reuters
Við erum í inngönguferli og það verður raunverulega næstum allt afstaðið þegar við kjósum um samninginn,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Bændasamtökin standa á því fastar en fótunum að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið séu í raun og veru aðlögun stjórnsýslu og löggjafar á ýmsum sviðum að reglum sambandsins á meðan samningaviðræðurnar standa yfir.

Hafa samtökin enn á ný vakið athygli á þessu með því að senda utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðarins í samningaferlinu verði skýrð. Taka verði af allan vafa um að ekki komi neins konar aðlögun til álita fyrr en gengið hefur verið frá aðildarsamingum með stjórnskipulegum hætti.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er unnið að svarbréfi til Bændasamtakanna í utanríkisráðuneytinu.

Deilur um hvort aðlögunarferlið sé í raun og veru hafið eða hvort eingöngu er um undirbúning að ræða í aðildarviðræðunum við ESB hafa komið upp með reglulegu millibili á umliðnum mánuðum. Á minnisblaði ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í seinasta mánuði er fullyrt að samningaferlið um ESB-aðild muni krefjast þess að farið verði fljótt að undirbúa aðlögun landbúnaðarstefnu Íslands að landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB.

Haraldur segir að þvert á fullyrðingar utanríkisráðherra um að engar breytingar verði gerðar á löggjöf eða stofnunum fyrr en úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild liggi fyrir, þurfi ekki að leita lengi í efni frá ESB til að sjá hið gagnstæða. Einnig hafi sendinefndir sem fulltrúar bænda hafa tekið á móti ekki dregið neina dul á það.

Stangast á við upplýsingar formanns utanríkismálanefndar

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, tekur ekki undir þetta. Hann segist ekki hafa fundið þessu stað í samtölum sem hann hefur átt við fulltrúa Evrópusambandsins. Árni Þór segist ítrekað hafa spurt um þetta. Svörin verði ekki skilin á annan hátt en svo að ef til aðildar kemur og sambandið gerir kröfur um breytingar á lagastrúktúr og stofnunum þurfi Íslendingar að geta sýnt fram á hvernig þeir ætla að leysa úr því þannig að skilyrðin séu uppfyllt þegar aðildin tæki gildi. Ef aðild yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu mundi nokkur tími líða þar til Ísland yrði formlega aðildarríki sambandsins. „Ég hef skilið þetta svona en þeir telja sig hafa fengið önnur svör og þess vegna þurfum við að fara betur yfir þetta með þeim,“ segir hann.

Þegar aðildarviðræðunum var ýtt úr vör á ríkjaráðstefnunni 27. júlí sl. kynnti ESB almenna afstöðu til viðræðnanna. Þar er á nokkrum stöðum fjallað um undirbúning Íslands og eftirlit ESB með framvindu hans. „Rétt innleiðing Íslands á regluverkinu og framkvæmd þess, þ.m.t. árangursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningaviðræðurnar ganga fyrir sig,“ segir þar. Samningaviðræðurnar muni grundvallast á stöðu Íslands og hraði þeirra ráðast af því hve vel Íslandi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar. Framkvæmdastjórnin muni fylgjast náið með framvindu Íslands á öllum sviðum og upplýsa um framvinduna meðan á samningaviðræðum stendur.

Rýnivinna í nóvember
» Einn viðamesti hluti viðræðnanna á næstunni verður svokölluð rýnivinna, sem hefst um miðjan nóvember.
» Þá hefst skipulegur samanburður á löggjöf Íslands og ESB með framkvæmdastjórn sambandsins og er ráðgert að sú vinna standi fram í júní á næsta ári.
» Fram kemur í fundargerð samninganefndar Íslands að gera megi ráð fyrir að efnislegar viðræður um einfaldari kafla sem falla undir EES-samninginn gætu hafist um eða eftir páska á næsta ári.
» Nefndin átti fund með Michael Leigh, yfirmanni stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, 30. ágúst og er haft eftir honum að hraðinn í viðræðunum við Ísland myndi algerlega byggjast á framgangi mála gagnvart Íslandi.
» Leigh hafi talið að fullgildingarferlið gæti tekið 2 ár innan ESB skv. fyrri reynslu.

Innlent »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

19:59 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...