Fréttaskýring: Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?

Undir fald ESB.
Undir fald ESB. reuters
Við erum í inngönguferli og það verður raunverulega næstum allt afstaðið þegar við kjósum um samninginn,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Bændasamtökin standa á því fastar en fótunum að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið séu í raun og veru aðlögun stjórnsýslu og löggjafar á ýmsum sviðum að reglum sambandsins á meðan samningaviðræðurnar standa yfir.

Hafa samtökin enn á ný vakið athygli á þessu með því að senda utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðarins í samningaferlinu verði skýrð. Taka verði af allan vafa um að ekki komi neins konar aðlögun til álita fyrr en gengið hefur verið frá aðildarsamingum með stjórnskipulegum hætti.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er unnið að svarbréfi til Bændasamtakanna í utanríkisráðuneytinu.

Deilur um hvort aðlögunarferlið sé í raun og veru hafið eða hvort eingöngu er um undirbúning að ræða í aðildarviðræðunum við ESB hafa komið upp með reglulegu millibili á umliðnum mánuðum. Á minnisblaði ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í seinasta mánuði er fullyrt að samningaferlið um ESB-aðild muni krefjast þess að farið verði fljótt að undirbúa aðlögun landbúnaðarstefnu Íslands að landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB.

Haraldur segir að þvert á fullyrðingar utanríkisráðherra um að engar breytingar verði gerðar á löggjöf eða stofnunum fyrr en úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild liggi fyrir, þurfi ekki að leita lengi í efni frá ESB til að sjá hið gagnstæða. Einnig hafi sendinefndir sem fulltrúar bænda hafa tekið á móti ekki dregið neina dul á það.

Stangast á við upplýsingar formanns utanríkismálanefndar

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, tekur ekki undir þetta. Hann segist ekki hafa fundið þessu stað í samtölum sem hann hefur átt við fulltrúa Evrópusambandsins. Árni Þór segist ítrekað hafa spurt um þetta. Svörin verði ekki skilin á annan hátt en svo að ef til aðildar kemur og sambandið gerir kröfur um breytingar á lagastrúktúr og stofnunum þurfi Íslendingar að geta sýnt fram á hvernig þeir ætla að leysa úr því þannig að skilyrðin séu uppfyllt þegar aðildin tæki gildi. Ef aðild yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu mundi nokkur tími líða þar til Ísland yrði formlega aðildarríki sambandsins. „Ég hef skilið þetta svona en þeir telja sig hafa fengið önnur svör og þess vegna þurfum við að fara betur yfir þetta með þeim,“ segir hann.

Þegar aðildarviðræðunum var ýtt úr vör á ríkjaráðstefnunni 27. júlí sl. kynnti ESB almenna afstöðu til viðræðnanna. Þar er á nokkrum stöðum fjallað um undirbúning Íslands og eftirlit ESB með framvindu hans. „Rétt innleiðing Íslands á regluverkinu og framkvæmd þess, þ.m.t. árangursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningaviðræðurnar ganga fyrir sig,“ segir þar. Samningaviðræðurnar muni grundvallast á stöðu Íslands og hraði þeirra ráðast af því hve vel Íslandi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar. Framkvæmdastjórnin muni fylgjast náið með framvindu Íslands á öllum sviðum og upplýsa um framvinduna meðan á samningaviðræðum stendur.

Rýnivinna í nóvember
» Einn viðamesti hluti viðræðnanna á næstunni verður svokölluð rýnivinna, sem hefst um miðjan nóvember.
» Þá hefst skipulegur samanburður á löggjöf Íslands og ESB með framkvæmdastjórn sambandsins og er ráðgert að sú vinna standi fram í júní á næsta ári.
» Fram kemur í fundargerð samninganefndar Íslands að gera megi ráð fyrir að efnislegar viðræður um einfaldari kafla sem falla undir EES-samninginn gætu hafist um eða eftir páska á næsta ári.
» Nefndin átti fund með Michael Leigh, yfirmanni stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, 30. ágúst og er haft eftir honum að hraðinn í viðræðunum við Ísland myndi algerlega byggjast á framgangi mála gagnvart Íslandi.
» Leigh hafi talið að fullgildingarferlið gæti tekið 2 ár innan ESB skv. fyrri reynslu.

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
Laus íbúð um jólin..."Eyjasol ehf.
Eigum lausa daga í íbúðum í Reykjavik fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Rúm ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...