Málshöfðun uppfyllir skilyrði

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ernir

Meirihluti þingmannanefndarinnar, sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segist telja að gengið hafi verið úr skugga um að þingsályktunartillögur um málshöfðun gegn ráðherrum  fullnægi öllum skilyrðum laga um meðferð sakamála varðandi form og efni.

Þetta kemur fram í nefndaráliti, sem dreift var á Alþingi nú síðdegis. Að álitinu standa sjö nefndarmenn af níu, það er þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skila hins vegar séráliti þar sem þeirri skoðun er lýst að saknæmisskilyrði séu ekki uppfyllt og ráðherrar hafi hvorki af ásetningi né stórfelldu hirðuleysi brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins, öðrum landslögum eða stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu með athöfnum sínum eða athafnaleysi. Því eigi ekki að leggja fram tillögu um að kalla saman landsdóm og ákæra ráðherrana.

Þingfundur verður á Alþingi á mánudag klukkan 10:30. Þá verður á dagskrá umræða um skýrslu þingmannanefndarinnar og þingsályktunartillögurnar tvær um málshöfðun gegn ráðherrum. 

Nefndarálit meirihlutans

Nefndarálit minnihlutans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert