Barnabætur lækkaðar

Gert er ráð fyrir að barnabætur lækki um 900 milljónir króna á næsta ári og verði 9,2 milljarðar króna.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, að fyrirhugað sé að breyta reglum um úthlutun bótanna til að ná þessu markmiði þannig að barnabætur vegna barna yngri en 7 ára verði skertar af tekjum eins og aðrar bætur. Ennfremur verði tekjuskerðingarhlutfall vegna eins barns hækkað úr 2% í 3%.

Segir í frumvarpinu, að þetta sé gert til að lækkun bótanna komi fremur fram hjá þeim, sem hafa hærri tekjur.

Vaxtabætur skertar

Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því, að hækka tekjutengingu vaxtabóta úr 6% í 7%. Útgjöld vegna vaxtabóta eru áætluð 9,8 milljarðar króna sem er 270 milljónum króna lægri upphæð en gert var ráð fyrir á þessu ári.

Fjárlagafrumvarpið 2011

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert