Eggjum rigndi yfir þingmenn

Mikil spenna er á Austurvelli þar sem mörg hundruð manns hafa safnast saman til mótmælaaðgerða á meðan Alþingi er sett. Eggjum rigndi yfir forseta Íslands, biskup Íslands og alþingismenn og aðra þegar þeir gengu úr þinghúsinu í kirkju og úr kirkju í þinghúsið bakdyramegin eftir guðsþjónustuna. 

Lögregla er við öllu búin en mótmælendur köstuðu eggjum og öðru lauslegu í þingmenn þegar þeir gengu úr þinghúsinu í Dómkirkjuna. Þá var rúða brotin í kirkjunni. Fólk blés í flautur og barði á búsáhöld meðan á guðsþjónustunni og þingsetningunni stóð. 

Eftir guðsþjónustu gengu þingmenn að nýju í Alþingishúsið þar sem Alþingi er sett. Mun Ólafur Ragnar Grímsson flytja ávarp en síðan verður fundi frestað til klukkan 16 þegar fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár verður dreift. 

Forseti Íslands, biskup Íslands og alþingismenn ganga í kirkju.
Forseti Íslands, biskup Íslands og alþingismenn ganga í kirkju. mbl.is/Ómar
Eggjum rigndi yfir þingmenn þegar þeir gengu úr Dómkirkjunni í …
Eggjum rigndi yfir þingmenn þegar þeir gengu úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið. mbl.is/Júlíus
Lögregla er með mikinn viðbúnað á Austurvelli.
Lögregla er með mikinn viðbúnað á Austurvelli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert