Þverpólitísk samstaða um aðgerðir

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Ernir

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir aðgerðir varðandi skuldavanda heimila og fyrirtækja í landinu hafi verið unnar á þverpólitískum vettvangi.

„Við höfum náð víðtækri samstöðu, og samstöðu allra flokka í þinginu, um öll skref sem hafa verið tekin í því máli. Þannig að við höfum leitað eftir þverpólitískri samstöðu þar og hún hefur náðst,“ sagði Árni Páll við blaðamenn að loknum ríkisstjórnarfundi.

Í vor hafi félags- og tryggingamálanefnd setið yfir þeim málum og náð einróma samstöðu um niðurstöðuna.

„Það skortir ekki á samráð af okkar hálfu. Auðvitað þurfum við að hafa viðvarandi samráð, viðvarandi samtal. En við höfum unnið þessi skuldamál í þverpólitískri samstöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert