30-50 gætu misst vinnuna

Frá Sauðárkróki
Frá Sauðárkróki mbl.is

„Fjölbreytileiki í atvinnulífinu er nauðsynlegur til að viðhalda blómlegri byggð og með ákvörðun stjórnvalda um þennan gríðarlega niðurskurð á heilbrigðisþjónustunni utan Reykjavíkur og Akureyrar fáum við ekki séð að þeim sé alvara í því að viðhalda búsetu á landsbyggðinni."

Þetta kemur fram í opnu bréfi sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hefur skrifað þingmönnum Norðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárframlögum til stofnunarinnar.

Friðjón Bjarnason, heilsugæslulæknir, er einn þeirra sem skrifaður er fyrir bréfinu. Hann segir starfsemi sjúkrahússviðs stofnunarinnar, sem ætlað er að skera mikið niður, sé samofin annarri starfsemi og starfsfólk samnýtt milli deilda.

Eigi boðaður sparnaður að nást fram gæti það þýtt að 30-50 manns missi vinnu sína. Ekki sé hlaupið að því að finna aðra vinnu.

Friðjón segir starfsfólk stofnunarinnar gera sér grein fyrir því að ástandið í þjóðfélaginu sé slæmt, en ákjósanlegt hefði verið að samráð hefði verið haft við hagsmunaaðila þegar fjárlögin voru undirbúin.

Bréfið í heild má lesa á vef Feykis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert