Með kjöthamar og kjötexi

Kjöthamrar sáust á Austurvelli nýlega.
Kjöthamrar sáust á Austurvelli nýlega. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt þrítugan karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot. Manninum var gert að sök að hafa gerst brotlegur við vopnalög í sumar með því að bera kjöthamar og kökukefli sem vopn á almannafæri.

Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa stuttu síðar, eftir handtöku, í lögreglubifreið á leið frá Bolungarvík til Ísafjarðar, ítrekað hótað tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf, lífláti. Enn fremur var maðurinn ákærður fyrir að hafa síðar um nóttina, á lögreglustöðinni á Ísafirði hótað sömu lögreglumönnum lífláti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert