Þorgerður Katrín óskar eftir fundi

St. Jósefspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefspítali í Hafnarfirði. Árni Sæberg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskar eftir fundi til að ræða málefni St. Jósefsspítala vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í framlögum til stofnunarinnar í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi.

Í tilkynningu frá þingmanninum segir að á fundinn verði boðaðir allir þingmenn kjördæmisins, sveitarstjórnmenn í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri spítalans, forystumenn áhugahóps um framtíð St. Jósefsspítala/Sólvangs og heilbrigðisráðherra.

„Er brýnt að halda fundinn hið fyrsta eða eigi síðar en í þessari viku,“ segir Þorgerður Katrín.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert