Mjög skiptar skoðanir á almennri niðurfellingu

Ráðherrar sátu á fundi í kvöld meðal annars með fulltrúum …
Ráðherrar sátu á fundi í kvöld meðal annars með fulltrúum fjármálastofnana og lífeyrissjóða. mbl.is/Kristinn

Mjög skiptar skoðanir voru um almenna niðurfellingu á skuldum á fundi samráðnefndar ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu með fulltrúum fjármálastofnanna, lífeyrissjóða og hagsmunasamtaka í kvöld. Lífeyrissjóðunum líst illa á hugmyndina.

Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, líst lífeyrissjóðunum illa á hugmyndina um almenna niðurfellingu skulda og að erfitt gæti reynst að koma henni í framkvæmd.

„Þetta var gagnlegur fundur og fyrirhugað að halda fleiri. Á morgun munum við funda með Hagsmunasamtökum heimilanna. Við erum ekki sammála þeim en munum eiga viðræður við þá. Við sjáum hvert framhaldið verður í kjölfarið af þeim,“ segir Hrafn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert