Verið að leggja mat á ýmsa kosti

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason mbl.is/Árni Sæberg

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að verið sé að reikna út ýmsa kosti varðandi aðgerðir vegna skuldavanda heimila og leggja mat á mögulegan árangur af þeim. 

„Ég hef ítrekað sagt, að ég leggst ekki gegn flatri niðurfellingu ef menn finna leiðir til að fjármagna hana og án þess að þær leiðir komi niður á lífeyrisréttindum fólks," sagði Árni Páll. 

„Nú er verið að reikna. Það er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar að það skuli ekki hafa verið reiknað fyrr," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert