Skuldir fyrnist á tveimur árum

Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands
Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisstjórnin samþykkti nú í hádeginu frumvarp sem gerir ráð fyrir því að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot. Frumvarpið fer nú til meðferðar í öllum þingflokkum á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sér ósk um nýtt ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að auðlindir verði þjóðareign.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra tekur undir þau orð Jóhönnu og bætir við að hann vilji sjá umhverfisrétt í íslensku stjórnarskránni líkt og kveðið er á um finnsku stjórnarskránni.

Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi þeirra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert