Öll boð í dýpkun Landeyjahafnar hærri en áætlun

Landeyjahöfn
Landeyjahöfn mbl.is/Rax

Sex buðu í viðhaldsdýpkun í hafnarmynni og innsiglingaleið Landeyjahafnar en tilboð voru opnuð hjá Siglingamálastofnun í dag. Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 245,5 milljónir króna. Íslenska gámafélagið átti lægsta tilboðið, 325.800.000 krónur.

Eftirtalin tilboð bárust:

1. Jan de Nul n.v. Belgíu 7.679.200 evrur. Frávikstilboð  3.909.200 evrur

2  Boskalis Sweden AB, Svíþjóð 5.946.945 evrur. Frávikstilboð  4.857.900 evrur, frávikstilboð 2  4.318.900 evrur.

3. Íslenska gámafélagið ehf.  325.800.000 krónur

4. Baltic dreadging Aps, Danmörku 2.485.200 evrur.

5. Björgun ehf. 774.800.000 krónur. Frávikstilboð 332.180.000 krónur.

6. Rohde Nielsen A/S Danmörku 7.089.900 evrur. Frávikstilboð engin fjárhæð tilgreind.

 Gerð var athugsemd við að tilboð án tilgreindrar upphæðar yrði tekið gilt, samkvæmt því sem fram kemur á vef Siglingamálastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert