Enn óljóst með Landeyjahöfn

Frá fyrstu siglingu Herjólfs frá Landeyjahöfn
Frá fyrstu siglingu Herjólfs frá Landeyjahöfn Rax / Ragnar Axelsson

Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Herjólfs um hvenær siglingar hefjast að nýju frá Landeyjahöfn.

Nýjustu upplýsingarnar um ferðir skipsins á vefsíðunni eru frá 13. október og þar segir að afar litlar líkur séu á því að framkvæmdum við dýpkun hafnarinnar ljúki fyrr en viku síðar og að þá muni siglingar hefjast frá höfninni að nýju, sem var í síðustu viku.

Þegar hringt er í upplýsingasíma Herjólfs eftir lokun skiptiborðs, svarar sjálfvirkur símsvari Eimskips í Reykjavík, sem gefur engar upplýsingar um ferðir Herjólfs.

Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskips innanlands, segir að til hafi staðið að opna höfnina um helgina, það hafi ekki tekist og óvíst sé hvenær það verði. „Við munum líklega láta vita með um tveggja daga fyrirvara hvenær við siglum aftur frá Landeyjarhöfn og við vonumst auðvitað til að geta byrjað sem fyrst.“

En mætti upplýsingagjöf fyrirtækisins ekki vera betri? „Jú, líklega mætti hún vera það. En það hefur verið fjallað svo mikið um þetta í fréttunum að flestum ætti að vera þetta ljóst.“ 

Sanddæling hefur tafist nokkuð, en rör sanddæluskipsins Perlunnar festist á fimmtudaginn ogtók þá dæluskipið Sóley við dælingu.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert