16 greindir með HIV smit

Michel Sidibe, yfirmaður UNAIDS ásamt Barböru Hogan, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku.
Michel Sidibe, yfirmaður UNAIDS ásamt Barböru Hogan, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku. AP

Það sem af er þessu ári hafa greinst 16 manns með HIV-smit hér á landi, sem er með mesta móti. Enn sem fyrr er umtalsverður hluti þeirra sem greinast með HIV smit fólk af erlendu bergi brotið og kemur oftast frá löndum þar sem HIV og alnæmi er útbreitt, segir í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins sem komu út í dag.

Af þeim sem greinst hafa á þessu ári eru sex fíkniefnaneytendur sem misnota sprautur og nálar, sex gagnkynhneigðir og fjórir samkynhneigðir, samkvæmt Farsóttarfréttum en þar er kynhneigð fíkla ekki tilgreind.

Ástæða þessarar aukningar um þessar mundir stafar þó fyrst og fremst af aukningu meðal fíkniefnaneytenda og hefur sú þróun haldist undanfarin fjögur ár, segir í ritinu.

Frá upphafi alnæmisfaraldursins hefur HIV smit verið tiltölulega fátítt meðal fíkniefnaneytenda. Afar erfitt er að ná til þessa hóps með fræðslu og meðferðarúrræði. Áður hefur verið á það bent að mikil harka og tillitsleysi ríkir meðal fíkniefnaneytendanna. HIV-smit dregur úr lífsgæðum hinna smituðu og er samfélaginu afar dýrt. Aðgengi að hreinum sprautum og nálum er mikilvægt, segir ennfremur í Farsóttarfréttum.

Aðgengi að hreinum sprautum og nálum er mikilvægt en sex …
Aðgengi að hreinum sprautum og nálum er mikilvægt en sex sprautufíklar hafa greinst með HIV í ár Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert