Markmiðið að tryggja stuðning

Einmana blaðamaður að störfum í blaðamannamiðstöð ESB í Brussel.
Einmana blaðamaður að störfum í blaðamannamiðstöð ESB í Brussel. reuters

Yfirlýst markmið viðamikillar kynningarherferðar á kostum og göllum aðildar Íslands að Evrópusambandinu er að tryggja stuðning meirihluta Íslendinga við inngöngu í ESB.

Þetta kemur skýrt fram í greinargerð sem lögð var fram á ráðherrafundi ríkjaráðstefnu ESB í Brussel í júlílok en þá hófust formlegar aðildarviðræður á milli Íslands og ESB.

Orðrétt segir í skjalinu: „Samhliða aðildarviðræðunum mun Evrópusambandið halda áfram pólitísku samráði og skoðanaskiptum um borgaralegt samfélag við Ísland í því augnamiði að efla samstöðu og tryggja stuðning borgaranna við aðildarferlið.“

Bendir þetta eindregið til að kynningin sé marksækin, þ.e.a.s. að markmiðið sé að tryggja stuðning við aðild fremur en að bjóða upp á hlutlausa kynningu á kostum og göllum þess að stíga svo afdrifaríkt skref í utanríkismálum landsins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert