Lá við banaslysi

Umferðaróhöpp hafa verið tíð á Holtavörðuheiði síðustu tvo daga.
Umferðaróhöpp hafa verið tíð á Holtavörðuheiði síðustu tvo daga. mbl.is/Sigurður Ægisson

Mikil mildi var að ekki yrði banaslys í árekstri þriggja bíla á Hrútafjarðarhálsi í dag að sögn lögreglu á Blönduósi. Ökumaður jepplings sem ók aftan á mokstursbíl Vegagerðarinnar var nýfarinn úr bílnum þegar annar bíll ók aftan á hann. Er jepplingurinn gerónýtur.

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi ók ökumaður jepplings aftan á snjómoskstursbíl Vegagerðarinnar í dag. Hann hafi verið nýfarinn úr bílnum og sestur upp í bíl Vegagerðarinnar þegar stór amerískur pallbíll hafi ekið aftan á jepplinginn. Við áreksturinn fór jepplingurinn upp undir mokstursbílinn allt undir miðjan jepplinginn. Ökumaður jepplingsins hafi því heldur betur haft heppnina með sér en bílinn er gjörónýtur að sögn lögreglu.

Þá hefur Vegagerðin þurft að aðstoða nokkra ökumenn á Holtavörðuheiði sem hafa fest sig. M.a. þurfti að skilja tvo bíla. Lögregla segir ekkert ferðaveður vera á svæðinu.

Fyrr í kvöld sagði Vegagerðin Holtavöruheiði vera ófæra, þar væri stórhríð og mikil hálka. Ekki verður reynt að opna fyrr en í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert