Hugmyndir skoðaðar um lánalengingu

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ein þeirra leiða, sem verið væri að skoða til að taka á skuldavanda væri að lengja lán heimilanna og draga þannig tímabundið úr greiðslubyrði.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu í upphafi þingfundar til hvaða úrræða ríkisstjórnin ætlaði að grípa í þessum efnum.

Fram kom hjá Jóhönnu, að til standi á mánudag að kynna fyrir fulltrúum stjórnarandstöðunnar skýrslu um þau úrræði sem fjallað hefur verið um að undanförnu. Um væri að ræða 9 megintillögur, sem hafa verið reiknaðar út. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, spurði hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að breyta um stefnu í atvinnumálum og sagði að ella væri svokallað samráð við stjórnarandstöðuna þýðingarlaust. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert