Ísland lækkar á lífskjaralista

Margir þættir hafa áhrif á lífskjör.
Margir þættir hafa áhrif á lífskjör. mbl.is/Golli

Ísland er í 17. sæti á nýjum þróunarlista Sameinuðu þjóðanna, þar sem lagt er mat á fjölda hagstærða og annarra þátta, sem hafa áhrif á lífsgæði í löndunum, svo sem þjóðartekjur á mann, ævilengd og menntunarstig. Ísland var í 1. sæti á þessum lista ásamt Noregi árið 2007 og í 3. sæti í fyrra. Noregur er í 1. sæti á listanum í ár eins og í fyrra.

Í 2. sæti á listanum er Ástralía og Nýja-Sjáland er í 3. sæti, að því er kemur fram á vef Stavanger Aftenblad í Noregi, sem fjallar um skýrsluna í dag. Í þremur neðstu sætum eru Níger, Lýðveldið Kongó og Simbabve.  Nokkur lönd eru ekki á listanum vegna þess að upplýsingar skortir. Meðal þeirra eru Kúba, Norður-Kórea og Írak.

Þau lönd, sem hafa hækkað mest á síðustu árum eru Óman, Kína, Nepal, Indónesía og Sádi-Arabía.

Efstu löndin á lista Þróunaráætlunar SÞ:

  1. Noregur, einkunn 0,938

  2. Áustralía, 0,937

  3. Nýja-Sjáland, 0,907

  4. Bandaríkin, 0,902

  5. Írland, 0,895

  6. Liechtenstein, 0,891

  7. Holland, 0,890

  8. Kanada, 0,888

  9. Svíþjóð, 0,885

  10. Þýskaland, 0,885

  11. Japan, 0,884

  12. Suður-Kórea, 0,877

  13. Sviss, 0,874

  14. Frakkland, 0,872

  15. Ísrael, 0,872

  16. Finnland, 0,871

  17. Ísland, 0,869

  18. Belgía, 0,867

  19. Danmörk, 0,866

  20. Spánn, 0,863.


Frétt Stavanger Aftenblad
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert