Mótmælendur halda heim á leið

Mótmæli við Þingsetningu í dag.
Mótmæli við Þingsetningu í dag. Árni Sæberg

Heldur er farið að fækka í hópi mótmælenda á Austurvelli og segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að svo virðist sem fjari nú undan mótmælunum með kvöldinu. Talið er að um 300 mótmælendur hafi verið við Alþingishúsi þegar mest var í dag, þegar þingfundir hófust að nýju eftir nokkurt hlé.

Boðað var til mótmæla klukkan 14 og barst talsverður hávaði frá þeim inn í þingsal, enda börðu mótmælendur tunnur eins og á fyrri mótmælum. Lögregla stóð álengdar og fylgdist með en þurfti ekki að hafa afskipti af mótmælendum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert