Eftirlit við Laufásveg

Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík.
Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík. mbl.is/Sverrir

Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík stundar eftirlit í nágrenni sendiráðsins, líkt og það gerir við allar bandarískar starfsstöðvar um allan heim. Talskona sendiráðsins segir í samtali við mbl.is að hvorki sé um leynilega starfssemi að ræða, né njósnastarfsemi.

Laura Gritz, upplýsingafulltrúi sendiráðsins, segir jafnframt að eftirlitið beinist hvorki að íslenskum yfirvöld né íslenskum ríkisborgurum. Aðeins sé fylgst með grunsamlegum mannaferðum í nágrenni við sendiráðið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mögulegar árásir. Þetta sé unnið í samstarfi við íslensk stjórnvöld. 

Bandarísk stjórnvöld séu reiðubúin að svara öllum spurningum sem kunni mögulega að vakna hjá yfirvöldum á Íslandi vegna málsins.

Mbl.is ræddi við Gritz sl. föstudag og sagði hún að eftirlit væri við bandarískar starfsstöðvar um allan heim til að tryggja öryggi þeirra og starfsmannanna. Hún vildi hins vegar ekki gefa nákvæmar upplýsingar um hvernig staðið væri að öryggismálum. Sendiráðið hefur nú ákveðið að staðfesta með formlegum hætti að eftirlitssveit sé starfrækt í Reykjavík.

Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, sagðist á Alþingi í dag hafa átt fund með ríkislögreglustjóra og farið þess á leit að hann kanni, hvort bandaríska sendiráðið í Reykjavík hafi látið fylgjast með íslenskum borgurum í nágrenni þess.

Sendiráðið hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu, sem er á ensku:

„We regret that an inflammatory and inaccurate report about a U.S. State Department security program has led to unease and concern.  The Surveillance Detection Unit is not a secret program, nor is it an intelligence unit.  It does not target host country or host country citizens. It is merely a way of detecting suspicious activities near embassy facilities and personnel in cooperation with host authorities responsible for embassy security.  Iceland is a close friend and ally and we fully respect Icelandic law.  The U.S. stands ready to answer any questions the Government of Iceland might ask us on this or any other matter, and will do so in government to government channels.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert