Segir Steinunni ekki geta verið fulltrúa Glitnis í málaferlum

Sigurmar K. Albertsson.
Sigurmar K. Albertsson. mbl.is/Ernir

Í eiðsvarinni yfirlýsingu frá Sigurmar K. Albertssyni, hæstaréttarlögmanni, sem lögð hefur verið fyrir dómstól á Manhattan í New York, er þeirri skoðun lýst að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, geti ekki verið fulltrúi bankans í málum sem hann kann að höfða. 

Það er slitastjórn Glitnis, sem rekur skaðabótamál gegn sjö einstaklingum fyrir hæstarétti Manhattan í New York. Sigurmar segir í yfirlýsingunni, að samkvæmt íslenskum lögum sé slitastjórnin hvorki fulltrúi einstakra kröfuhafa né hópa kröfuhafa og ekki fulltrúi opinberra eftirlitsstofnana eða dómstóla.

Þannig hafi formaður slitastjórnar ekkert annað hlutverk við málaferli Glitnis annað en að hafa heildaumsjón með slíkum málaferlum. Í því felist, að Steinunn geti ekki tekið ákvarðanir um málaferli og sé ekki fulltrúi bankans í þeim málum, sem hann kunni að höfða.

Sigurmar sagði við mbl.is, að ekki væri annað hægt að ráða af lögunum en að það væri hlutverk skilanefndar Glitnis en ekki slitastjórnarinnar, að taka ákvarðanir um málaferli fyrir hönd bankans.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert