Teygir anga sína víða

Embætti sérstaks saksóknara
Embætti sérstaks saksóknara mbl.is/Golli

Yfirheyrslur standa enn yfir í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum Glitni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds eða farbanns yfir einhverjum þeirra sem verið er að yfirheyra, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.is. Enda séu slíkar ákvarðanir ekki teknar fyrr en að loknum yfirheyrslum. Ræðst það af því sem fram kemur við yfirheyrslur. 

Rannsókn málsins er mjög umfangsmikil og hefur staðið yfir í langan tíma. Enn er verið að gera húsleitir og er leitað víðar en á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Til að mynda tekur lögreglan á Hvolsvelli þátt í rannsókninni.

Eftirfarandi mál eru til rannsóknar:

Lánveitingar til félagsins Stím hf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group.

Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf.

Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S.

Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 

Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert