Mótmæla sameiningu leikskóla

Leikskólabörn á Rauðhól
Leikskólabörn á Rauðhól Af vef Reykjavíkurborgar

Félag leikskólastjórnenda í Reykjavík mótmælir hugmyndum um sameiningu leikskóla og samrekstur leik- og grunnskóla og frístundaheimila og bendir á að námi og starfi leikskólabarna er með þessu stefnt í hættu. Þetta kemur fram í ályktun.

„Námi og velferð barna að sex ára aldri er best borgið í leikskólum undir stjórn leikskólastjóra. Ýmsir möguleikar eru til að auka á samvinnu frístundaheimila, leik- og grunnskóla en engin rök hníga að því að farsælt sé að þvinga þessa að mörgu leyti ólíku mennta- og frístundastaði barna og unglinga undir sömu stjórn."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert