Helga Jónsdóttir ráðuneytisstjóri

Helga jónsdóttir.
Helga jónsdóttir.


Helga Jónsdóttir, lögfræðingur, hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. desember að telja. Helga var síðast bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

Helga hefur haft með höndum stjórnunarstörf á vegum opinberra og alþjóðlegra aðila í 21 ár. Hún var skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra 1983-1988, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar 2006-2010 og borgarritari í Reykjavík 1995-2006 þar sem hún stýrði stjórnsýslu og fjármálum og var staðgengill borgarstjóra.

Helga var varafastafulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í framkvæmdastjórn Alþjóðabankans í Washington 1992 til 1995 með ríka ábyrgð á þróunaráætlunarmati hagkerfa aðildarríkja. Árið 2005 var hún gestafræðimaður við London School of Economics í hagsögudeild skólans en áður hafði hún m.a. þreytt nám á vegum fræðslustofnunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gerð þjóðhagsreikninga, þjóðhagfræði ofl. Þá hefur hún sótt sér viðbótarmenntun í stjórnun, stærðfræði og tungumálum. Helga hefur setið í fjölmörgum stjórnum þar á meðal þriggja lífeyrissjóða auk stjórnar Nýja Kaupþings, síðar Arion banka. Hún var formaður Tryggingaráðs 1987-1989 og stjórnarformaður Landsvirkjunar 1995-1997.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert