28 listamenn fá heiðurslaun

Þráinn Bertelsson er einn þeirra sem þiggur heiðurslaun Alþingis.
Þráinn Bertelsson er einn þeirra sem þiggur heiðurslaun Alþingis. mbl.is/Ómar

Samkvæmt breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár fá 28 listamenn heiðurslaun samkvæmt ákvörðun Alþingis. Allir fá þeir 1.575 þúsund krónur í heiðurslaun.

Heiðurslaun listamanna voru veitt samkvæmt lögum nr. 29/1967 fram til 1991 þegar þau lög voru felld úr gildi en ný lög um listamannalaun, nr. 35/1991, tóku við. Í hinum nýju lögum var ekkert ákvæði um heiðurslaunin og hefur Alþingi síðan samþykkt að veita þau frá ári til árs í tengslum við fjárlagaumræðu að hausti.

Listamennirnir eru:

  • Atli Heimir Sveinsson
  • Ásgerður Búadóttir
  • Edda Heiðrún Backman
  • Erró
  • Guðbergur Bergsson
  • Guðmunda Elíasdóttir
  • Gunnar Eyjólfsson
  • Hannes Pétursson
  • Herdís Þorvaldsdóttir 
  • Jóhann Hjálmarsson
  • Jón Nordal
  • Jón Sigurbjörnsson
  • Jón Þórarinsson
  • Jónas Ingimundarson
  • Jórunn Viðar
  • Kristbjörg Kjeld
  • Kristján Davíðsson
  • Magnús Pálsson 
  • Matthías Johannessen
  • Megas
  • Róbert Arnfinnsson
  • Thor Vilhjálmsson
  • Vigdís Grímsdóttir
  • Vilborg Dagbjartsdóttir
  • Þorbjörg Höskuldsdóttir
  • Þorsteinn frá Hamri
  • Þráinn Bertelsson
  • Þuríður Pálsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert