200 milljörðum hagstæðari

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þeir sem ætluðu að keyra Icesave-samkomulagið í gegn á sínum tíma þurfi að svara fyrir þær gjörðir. Um sé að ræða samning sem sé um 200 milljörðum kr. hagstæðari en sá fyrri.

Bjarni vildi ekki gefa neinar yfirlýsingar um það hvort hann muni samþykkja samninginn komi til atkvæðagreiðslu í samtali við mbl.is. Heldur muni hann gefa sér góðan tíma til þess að fara yfir samninginn.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að bankarnir eigi að taka á sig afganginn af Icesave-skuldinni. Það sem standi út af borðinu sé eitthvað sem bankarnir eigi að geta tekið á sig án þess að finna sérstaklega fyrir því.

Þór segir að bankarnir eigi að gefa almenningi frí frá þessari byrði sem eftir standi.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert