Rjómalíki Kötlu ranglega merkt

Ofnæmis- og óþolsvaldur er ekki skýrt merktur á umbúðum Kötlu …
Ofnæmis- og óþolsvaldur er ekki skýrt merktur á umbúðum Kötlu rjómalíkis.

Þar sem ofnæmis- og óþolsvaldur er ekki skýrt merktur á umbúðum Kötlu rjómalíkis hefur Eðal ehf. Katla, í samráði við Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að endurbæta umbúðamerkingar vörunnar.

Samkvæmt innihaldslýsingu inniheldur varan kaseinat (e. caseinate) en ekki kemur fram að innihaldsefnið er úr mjólk. Mjólk og mjólkurafurðir eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda en samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólk eða mjólkurafurðum.

Fyrirtækið hefur fengið frest til 13. desember 2010 til að endurmerkja umbúðir og skal vanmerkt vara ekki vera á markaði eftir þennan tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert