Viðræðuslit við lífeyrissjóði

Kristján Möllur, Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson
Kristján Möllur, Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson mbl.is/Ernir

Ekki verður af því að lífeyrissjóðirnir komi að vegaframkvæmum líkt og stefnt var að þar sem slitnað hefur upp úr viðræðum milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun gera ráð fyrir sex milljarða króna framlagi til vegaframkvæmda á fjárlögum svo hægt verði að hefja framkvæmdir.

Kristján Möller kynnti þetta ásamt ríkisstjórninni á fundi með blaðamönnum í dag. Þar kom fram í máli Kristjáns að hann eigi von á því að fyrsta útboðið hefjist eftir tvo mánuði.

Ástæðan fyrir viðræðuslitum er ágreiningur um vexti en lífeyrissjóðirnir vildu fá fasta vexti af láninu og hærri vexti en stjórnvöld gátu sætt sig við.

Fyrir viku síðan sagði  Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að hann vonaðist til að ríkið væri hársbreidd frá því að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um fjármögnun ýmissa stórframkvæmda á næstu árum og vonandi verði gengið frá því eftir helgi.

„Þá er þetta að verða býsna myndarlegur jólapakki," sagði Steingrímur og vísaði til þess samkomulags, sem náðst hefur um aðgerðir vegna skuldavanda heimila. Fram kom að í burðarliðnum er einnig samkomulag, sem snýr að skuldahreinsun lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Í nóvember kom fram í fréttum að rætt væri við aðkomu lífeyrissjóðanna að  framkvæmdum á sviði samgöngumála á næstu 4-5 árum sem munu nema rúmum 30 milljörðum. Gert er ráð fyrir að vegaframkvæmdirnar verði sjálfbærar að því leyti að ríkið endurgreiðir lífeyrissjóðunum lánið með innheimtu veggjalda.

Þær stórframkvæmdir sem rætt er um eru breikkun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, framkvæmdir við Reykjanesbraut og Vaðlaheiðargöng.

Steingrímur segir að allt verði nú gert svo af fræmkvæmdunum verði. Þær verði nú fjármagnaðar með hefðbundnu skuldabréfaútboði en sérstök látökuheimild hafi verið sett í fjárlög vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert