Svör ráðherra til Ríkisendurskoðunar

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.
Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi. mbl.is

Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að krefja Ríkisendurskoðun um skýrslu um hvernig kostnaður ráðuneyta skiptist við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni núverandi starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands á tímabilinu maí 2007 til nóvember 2010.

Þetta staðfesti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Þá mun Ríkisendurskoðun kanna hvernig kostnaðurinn skiptist eftir einstökum sérverkefnum, þjónustu og ráðgjöf milli núverandi starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og félaga þeirra.

Í beiðni Guðlaugs Þórs segir að um sé að ræða alla aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni. Hvort sem um er að ræða tímabundin störf eða verktakavinnu. Guðlaugur Þór segir tilefni óskar sinnar vera skriflega svör sem hann fékk frá forsætisráðherra við fyrirspurn um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu en Guðlaugur fullyrðir að svör ráðherra séu röng.

Þessu vísaði forsætisráðuneytið á bug í yfirlýsingu, sem birtist á laugardag. Sagði þar, að svörin hefðu öll verið unnin af fyllstu vandvirkni og eftir bestu vitund en úrvinnslan verið í höndum Fjársýslu ríkisins og allra ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Málatilbúnaður alþingismannsins standist enga skoðun og sé alvarleg aðför að starfsheiðri starfsmanna Stjórnarráðsins.

Sakar forsætisráðherra um að leyna upplýsingum

Vísar ásökunum þingmanns á bug

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert