Óveður við suðurströndina

Mikið rok er nú við suðurströndina.
Mikið rok er nú við suðurströndina. Rax / Ragnar Axelsson

Hífandi rok er nú í Vestmannaeyjum og austan 37 m/s og 45 m/s í hviðum á Stórhöfða. Nokkurs öskufjúks gætir í Eyjum. Að sögn Vegagerðarinnar er óveður undir Eyjafjöllum, sunnan við Vík og í Öræfum. Veðurstöð á Steinum undir Eyjafjöllum sýndi 48 m/s vindhviður í morgun.

Lögreglumaður í Vestmannaeyjum sagði að þar hafi snjóað upp úr klukkan þrjú í nótt og Heimaey klæddist hvítum skrúða. Veðrið rauk síðan upp um klukkan sjö í morgun. Lögreglumaðurinn sagði að þá hafi mátt sjá gráma á snjónum. Hann sagði að askan bærist líka inn í hús með skóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert