Útsölur hefjast 3. janúar

mbl.is/Eggert

Verslunarmenn eru sáttir við jólaverslunina í ár að sögn forsvarsmanna Kringlunnar og Smáralindar. Sömu sögu er að segja um verslun í miðborg Reykjavíkur. Almennt eru verslanir opnar nú á milli jóla á nýárs. Eftir áramót, þann 3. janúar, hefjast útsölur í flestum verslunum.

Útsölutímabil Kringlunnar er frá 3. janúar til 6. febrúar og er sömu sögu að segja um Smáralind.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við mbl.is að jólaverslunin hafi farið hægt af stað í ár en tekið svo við sér á lokasprettinum. Verslunin hafi staðist væntingar manna og verið svipuð og í fyrra. 

Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að kaupmenn séu almennt mjög sáttir við jólavertíðina og að verslunin hafi verið mjög góð. Í byrjun nýs árs hefjist útsölur af fullum krafti. 

Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, segir að kuldakastið sem kom í desember hafi sett strik í reikninginn hjá kaupmönnum í miðborginni, en almennt séð hafi verslun gengið vel. Síðustu dagana fyrir jól hafi mikill fjöldi verslað í miðborg Reykjavíkur, ekki síst erlendir ferðamenn sem dvelja á Íslandi nú yfir hátíðirnar.

Verslunarmenn í Smáralind eru mjög sáttir að sögn framvkæmdastjóra verslunarmiðstöðvarinnar.
Verslunarmenn í Smáralind eru mjög sáttir að sögn framvkæmdastjóra verslunarmiðstöðvarinnar. mbl.is/Ernir
Jólaverslun í Kringlunni gekk vel.
Jólaverslun í Kringlunni gekk vel. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert