Sprengingar heyrast víða

Flugeldum er skotið upp víðs vegar um höfuðborgarsvæðið á fyrsta …
Flugeldum er skotið upp víðs vegar um höfuðborgarsvæðið á fyrsta degi flugeldasölu. mbl.is/GSH

Allmargir hafa tekið forskot á sæluna, á fyrsta söludegi flugelda, ef marka má sprengingar sem heyrast víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og mbl.is hefur verið tilkynnt um. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysa- og bráðadeild Landspítala hafa þó enn engin flugeldaslys orðið.

Ávallt þurfa nokkrir á aðhlynningu að halda á Landspítala á þessum árstíma eftir flugeldaslys. Misalvarlegir eru áverkarnir þó. Einna alvarlegustu slysin hafa orðið af völdum heimatilbúinna sprengja, svonefndra rörasprengja, og þarf ekki að líta lengra en til janúar sl. eftir hörmulegu slysi.

Að vísu hefur lítið verið um rörasprengjur á umliðnum árum en ef horft er um áratug aftur í tímann var sprengjusveit Landhelgisgæslu Íslands oftsinnis kölluð út vegna slíkra mála. Slysið sem varð í janúar sl. ætti að vera öðrum víti til varnaðar. Þá var 23 ára karlmaður að setja saman sprengjuna þegar hún sprakk. Notaðist maðurinn við púður úr flugeldum. Fleiri sprengjur fundust á vettvangi en þær voru ekk

Rörasprengjur eru einfaldar að gerð en á sama tíma geta þær verið lífshættulegar.

Almenn notkun og sala á skoteldum til almennings er einungis heimil á tímabilinu 28 desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Á þessu tímabili er meðferð þeirra þó bönnuð frá miðnætti til kl. 9.00 að undanskilinni nýársnótt.

Rörasprengja.
Rörasprengja. Ljósmynd/lögreglan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert