Enn hækkar eldsneytið

Olís hefur hækkað eldsneytisverð í dag um 3 krónur. Kostar bensínlítrinn nú 210,70 krónur í sjálfsafgreiðslu og dísilolían 211,70 krónur lítrinn. Önnur félög hafa ekki hækkað eldsneytisverð enn. 

Olíufélögin hækkuðu öll eldsneytisverð síðast fyrir jólin en heimsmarkaðsverð á bensíni og olíu hefur hækkað töluvert að undanförnu. Um áramótin hækkar eldsneytisgjald ríkisins og má þá reikna með að eldsneytislítrinn hækki um allt að 5 krónur í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert