Mest fjallað um Steingrím

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert

Mest var fjallað um Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í fréttum fjölmiðla á árinu samkvæmt úttekt Creditinfo. Í öðru sæti er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er í 3. sæti.

Creditinfo skoðaði hversu oft hver ráðherra var nefndur í fréttum og var Steingrímur bæði oftast viðfangsefni fjölmiðla og viðmælandi þeirra.

Creditinfo segir, að sem fyrr mælist formenn ríkistjórnarflokkanna mest áberandi, rétt eins og verið hafi síðustu árin. Þó sé það frábrugðið nú miðað við fyrri ríkistjórnir að það er ekki forsætisráðherra sem er mest áberandi ráðherrann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert