Styrkir til kvennamenningar

Menningarsjóður Hlaðvarpans veitti 19 styrki í dag. Úthlutunin fór fram …
Menningarsjóður Hlaðvarpans veitti 19 styrki í dag. Úthlutunin fór fram í Iðnó.

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði í dag 19 styrkjum, samtals að upphæð rúmlega 10 milljónir króna, til menningarmála kvenna. Alls bárust yfir 70 umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni. Við úthlutun var þess gætt að styrkirnir nýttust sem flestum konum.

Úthlutunin fór fram í Iðnó í dag. Hæsta styrkinn hlaut Kvennakórinn Vox feminae, eina milljón krónur. Vox feminae hlýtur styrkinn til að fela Báru Grímsdóttur tónskáldi að semja hátíðamessu fyrir kvennakór og til að flytja messuna, hljóðrita hana og gefa út á geisladisk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert