Átök í VG ekki í rénun

Á flokksráðstefnu hjá VG.
Á flokksráðstefnu hjá VG. mbl.is/Brynjar Gauti

Átakastaðan sem verið hefur innan þingflokks Vinstri grænna virðist ekki vera í rénun og bendir ýmislegt til að átökin séu að harðna.

Dagurinn í gær var erfiður flokknum þegar Karólína Einarsdóttir, formaður VG Kópavogi, sagði sig úr flokknum og frá öllum trúnaðarstörfum sem hún hefur gegnt innan eða á vegum hans.

Einnig var fundi hjá þingflokki VG sem átti að vera í gærmorgun frestað vegna forfalla hjá þingmönnum. Þar átti að ræða þau ágreiningsefni sem eru í flokknum.

Í umfjöllun um málefni VG í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kurr virðist vera í félagsmönnum úti á landi, mæting á fundi Steingríms J. Sigfússonar um landið hefur ekki verið góð og andstaða við aðild að Evrópusambandinu færist í vöxt innan VG, ekki síst úti á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert