Kostar 27 þús. að sturta niður

mbl.is/Ásdís

Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með fráveitugjald Orkuveitu Reykjavíkur.

Bent hefur verið á að meðaltalstölur séu ekkert annað en blekking með tölum og einn eldri borgari vísar til þess að í þremur mismunandi eignum sínum sé hækkunin 14,5% upp í 45%. „Ég hefði talið eðlilegra að miða gjaldið við vatnsnotkun en fermetrafjölda,“ segir hann.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag vill viðkomandi ellilífeyrisþegi ekki koma fram undir nafni. „Ástandið er orðið þannig að fólk er nánast beitt ofsóknum leyfi það sér að tala, en það er ekki í lagi þegar stjórnvöld leyfa sér að hækka alla þjónustu án takmarkana,“ segir hann. „Það er vísvitandi verið að níðast á fólki.“

Fyrir skömmu var lesið af vatnsmæli fyrir „leikstofu“ mannsins eins og hann kallar 125 fermetra geymsluhúsnæði sitt þar sem hann dundar sér af og til við hitt og þetta, smíðar og fleira. Notkunin var um 200 l árið 2010 enda vatnið aðeins notað til að sturta því niður í salernið og þvo sér um hendurnar. „Þeir láta mig borga 27 þúsund krónur fyrir þetta. Ég hef aldrei heyrt um svona dýrt vatn,“ segir hann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert