N1 lækkar en aðrir hækka

N1 hefur lækkað eldsneytisverð á ný en fyrirtækið hækkaði í gær verð á bensíni um 5 krónur lítrann og dísilolíu um 4,50 krónur. Nú hefur fyrirtækið lækkað verðið um 2 krónur en önnur félög hafa hækkað verð hjá sér.

Orkan hækkaði í bensín um 3,30 krónur lítrann og er verðið 215,80 krónur. Þá hækkaði dísilolía um 2,80 krónur og kostar 215,80 krónur.  Verðið hjá N1 er 0,10 krónum hærra.

Atlantsolía hækkaði verðið um 4,50 krónur og kostar bensínlítrinn þar 217,10 krónur og dísilolían  217,50 krónur. Hjá ÓB kostar bensínlítrinn 217,60 og dísilolían 217,90 krónur. Hjá Olís og Shell kostar bensín og olía 217,90 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert