Verkfallsboðun til félagsdóms

mbl.is/Kristinn

Samtök atvinnulífsins munu láta reyna á lögmæti verkfallsboðunar sem starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum í starfsgreinasambandsfélögunum Afli á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum hafa samþykkt. Ágreiningurinn verði borin undir félagsdóm.

„Við lítum svo á að þessi samningur sé ekki sjálfstæður kjarasamningur, sem fylgi þá verkfallsheimild,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við mbl.is.

„Við lítum svo á að þessi samningur sé hluti af aðalkjarasamningi okkar við viðkomandi félög og það sé ekki hægt að fara í verkfall með þessum hætti. Um þetta hefur verið deilt og við munum byrja á því að láta reyna á það,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir kröfur starfsmannanna upp á um 30% hækkun séu ekki í takti við veruleikann.

Vilhjálmur segir að SA muni bera málið undir félagsdóm. Segist Vilhjálmur reikna með því að félagsdómur muni skera úr um ágreininginn á mjög stuttum tíma.

„Þetta hefur legið í loftinu og við höfum verið viðbúin þessu,“ segir Vilhjálmur.

Auk starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum þá séu flugumferðarstjórar í þeim hópi sem séu helst að íhuga að leggja niður störf. 

„Við erum ekki að fara semja um neina verðbólguleið,“ segir Vilhjálmur.

Almennt um kjaraviðræðurnar segir hann að stíf fundarhöld standi yfir. „Það heldur áfram á fleygiferð. Það eru margar viðræður í gangi í einu,“ segir Vilhjálmur að lokum. 

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdatjóri SA og Vilmundur Jósefsson, formaður samtakanna. Mynd …
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdatjóri SA og Vilmundur Jósefsson, formaður samtakanna. Mynd úr safni. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert