Yfirlýsing frá Landsbankanum

Eitt útibúa Landsbankans.
Eitt útibúa Landsbankans. hag / Haraldur Guðjónsson

„Við eigum semsagt ekki Eimskip, höldum ekki fyrirtækinu uppi og greiðum ekki niður rekstur innlendrar flutningastarfsemi, hvorki á sjó né á landi,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í yfirlýsingu vegna fréttar um kjör flutningabílstjóra í Morgunblaðinu í dag. 

Haft er eftir Kristjáni Árna Kristjánsson, framkvæmdastjóra flutningafyrirtækisins Flutningur.is, í Morgunblaðinu í dag, að Landsbankinn niðurgreiði flutninga á landi í gegnum eignarhald á Flytjanda, flutningaarmi Eimskips. Umræddar niðurgreiðslur séu liður í að bola keppinautum Flytjanda út af markaðnum.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, vísar þessu alfarið á bug og vitnar í texta á heimasíðu Eimskips: 

„Eimskip lýkur formlegri endurskipulagningu og kröfuhafar ásamt erlendum fjárfesti eignast félagið. Ný stjórn er skipuð þar sem Bragi Ragnarsson er stjórnarformaður. Stærstu eigendur verða bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Yucaipa og Gamli Landsbankinn.“

Kristján segir Kristján Árna því hafa farið með rangt mál.

„Við eigum semsagt ekki Eimskip, höldum ekki fyrirtækinu uppi og greiðum ekki niður rekstur innlendrar flutningastarfsemi, hvorki á sjó né á landi. Ríkið á þarafleiðandi ekki Eimskip í gegnum Landsbankann, þannig að á endanum er þá allt orðið rangt sem viðmælandinn segir. Það er útaf fyrir sig ekki lítið afrek,“ skrifar Kristján í yfirlýsingu til Morgunblaðsins. 

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.
Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert