Jóel vegni sem allra best í lífinu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Ernir

„Ég vona að málinu sé lokið og ég vona að honum eigi eftir að vegna sem allra best í lífinu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um Jóel Færseth, sem indversk staðgöngumóðir fæddi á Indlandi í nóvember fyrir íslensk hjón.

„Eftir því sem ég best veit þá er hann á leið til landsins,“ segir Ögmundur og bætir við að málinu sé lokið af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Fram hefur komið að litli drengurinn sé farinn ásamt foreldrum sínum frá Indlandi og dvelji nú í Þýskalandi og bíði flugs til Íslands.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu höfðu foreldrar hans fengið alla tilskylda pappíra og leyfi sem til þurfti til að fara með Jóel úr landi og því var þeim ekkert að vanbúnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert