Vilja semja til þriggja ára

Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í dag að leggja áherslu á svonefnda atvinnuleið í kjaramálum, sem byggi á kjarasamningum til þriggja ára með samræmdri launastefnu og launahækkunum í takt við nágrannalöndin með áherslu á kaupmáttaraukningu, lága verðbólgu og aukna atvinnu.

Hugmyndir hafa verið um það innan verkalýðshreyfingarinnar, að gera skammtímasamning með eingreiðslu á meðan almenn óvissa ríki í samningamálum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins 

Í ályktun stjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag segir, að samtökin standi frammi fyrir kröfum nokkurra fámennra hópa um tuga  prósenta launahækkanir á sama tíma, og almennt ríki góður skilningur í verkalýðshreyfingunni um að atvinnuleiðin sé samfélaginu fyrir bestu. Ekki sé unnt að mæta slíkum ofurkröfum einstakra hópa þótt þeir geti valdið samfélaginu gríðarlegu tjóni með því að fylgja þeim eftir með verkföllum.

„Tuga prósenta launahækkun í einstökum kjarasamningum mun á stuttum tíma flæða yfir allan vinnumarkaðinn, bæði í atvinnulífinu og hjá hinu opinbera og leiða af sér verðbólguöldu, enn lægra gengi krónunnar, meira atvinnuleysi, skattahækkanir og enn lakari lífskjör.  Einhverjir hópar á vinnumarkaðnum sem eru í sterkri stöðu gætu eflaust bætt sinn hag að einhverju leyti í slíku ástandi en meginþorri samfélagsins væri mun verr settur.  Þetta er verðbólguleiðin, sem Samtök atvinnulífsins hafna algjörlega," segir í ályktun stjórnar SA.

Vefur Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert