Gott skíðafæri fyrir norðan

Unnendur skíðaíþrótta munu eflaust stökkva hæð sína í fullum skíðaklæðnaði.
Unnendur skíðaíþrótta munu eflaust stökkva hæð sína í fullum skíðaklæðnaði. Reuters

Skíðasvæðið á Dalvík verður opið frá kl. 10 til 16:30 í dag. Forsvarsmenn skíðasvæðisins segja aðstæður vera góðar, logn og um sex stiga frost. Þá er einnig opið í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag og í Tindastól. Þar er veður og færið einnig kjörið til skíðaiðkunar.

Í Hlíðarfjalli verður opið frá kl. 10-16. Skíðasvæðið í Tindastól er opið frá 11 til 16. 

Skíðasvæðið á Siglufirði verður einnig opið í dag frá kl 10-16. Þar eru aðstæður einnig til fyrirmyndar. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé fimmtugasti opnunardagurinn á þessum vetri og að um það bil þrjú þúsund gestir hafi rennt sér í brekkunum.

Bikarmót í flokki 13-14 ára fer fram á Dalvík í dag og eru áætluð mótslok um kl.14. Fram kemur í tilkyningu að þetta sé þriðja tilraun til að halda mótið á Dalvík en undanfarnar tvær helgar hafi orðið að fresta mótinu vegna veðurs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert