Skíðasvæði opin fyrir norðan

Gott veður er til skíðaiðkunar fyrir norðan. Myndin er úr …
Gott veður er til skíðaiðkunar fyrir norðan. Myndin er úr Hlíðarfjalli við Akureyri. mbl.is/Golli

Skíðasvæði á Norðurlandi eru opin í dag. Þannig verður opið í Hlíðarfjalli við Akureyri, í Böggvistaðafjalli við Dalvík, Tindastóli í Skagafirði og á skíðavæðinu á Siglufirði. 

Opið verður í Hlíðarfjalli frá kl. 10 – 16 í dag. Þar var 1°-2°C frost í morgun og logn.  Í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík verður opið frá kl. 11.00-16.00.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 10.00-16.00. Í morgun kl. 08:00 var þaraustan gola,  hiti 2°C og heiðskírt. Færið er unnið harðfenni, mjög gott færi fyrir alla, svo nú er um að gera að drífa sig í fjallið. Allar lyftur verða í gangi á Siglufirði og hólabraut, bobbbraut og pallar á svæðinu.

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið frá kl 11.00 til kl 16.00 í dag. Þar var S 3m/s í morgun og hiti 0°C. Það er nægur snjór og færi gott. Troðin verður 2,5 km göngubraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert